Drengurinn sem dó úr leiðindum

Ný bók frá Bókaútgáfunni Sæmundur! Drengurinn sem dó úr leiðindum er saga um nútímakrakka. Bestu símarnir, skemmtilegustu tölvuleikirnir og hangs á netinu er það sem mestu máli skiptir í lífinu. Heimur Kára Hrafns, venjulegasta tólf ára stráks í heimi, hrynur þegar foreldrar hans taka frá honum öll snjalltæki og afhenda honum í staðinn skærgulan farsíma sem hæfir bara risaeðlum. Þá gerist það sem hlaut að gerast: Kári Hrafn hreinlega deyr úr leiðindum! Og hvað tekur þá við? Sagan fjallar um vináttu, fjölskyldu og allt annað milli himins og jarðar sem skiptir máli. Guðríður Baldvinsdóttir er sauðfjárbóndi og frumkvöðull í Kelduhverfi. Hún hefur áður sent frá sér barnabókina Sólskin með vanillubragði.