Grúskað í netbókahillum IV

Ekki um Hellu.

Ótrúlegt en satt þá fjallar þessi bók ekki um eilífar deilur Hvolsvellinga og Hellubúa heldur er þetta færeysk ljóðabók eftir færeyska ljóðskáldið Christian Matras. Kápumyndin er svo eftir annað skáld sem Íslendingar þekkja sjálfsagt mun betur en það er William Heinesen. Heinesen var nefnilega ansi lunkinn teiknari og gerði margar káputeikningar fyrir færeyskar bækur á sínum tíma.

Fyrir Íslendinga þá er það einstakt að fara til Færeyja. Ég ætti að vita það, ég hef farið þrisvar sinnum og stefni að því að fara minnst þrisvar sinnum í viðbót! Bókina má kaupa hér.