Opið á Selfossi alla daga fram að jólum

Jólakaffið fæst á Selfossi

Það er mikil stemning hjá okkur í Bókakaffinu þessa dagana og jólabækurnar flæða um öll borð og hillur. Í verslun okkar Selfossi verður nú opið alla daga fram að jólum, jólabókaupplestur er á fimmtudagskvöldum og svo minnum við á jólaviðburð fyrir börnin þar sem Snuðra og Tuðra mæta og spila jólalög á píanóið og syngja með ásamt fleiri góðum gestum. Sá viðburður verður sunnudaginn 12. desember kl.14 Hlökkum til að sjá ykkur, Starfsfólk Bókakaffisins