Grúskað í netbókahillum XIII

Sigurjón Jónsson var útibússtjóri Landsbankans við Klapparstíg í fleiri ár en sendi frá sér fjölda bóka, þar á meðal bókina Yngvildi fagurkinn, sem kom út í tveimur hlutum. Sigurjón ku víst hafa vaknað á hverjum morgni klukkan 5 og skrifað til 6 áður en hann fór í vinnuna. Nafn hans, líkt og svo margra annara rithöfunda frá 20. öld, er flestum gleymt núna.

Hér er til sölu fyrra bindi af bókinni um Yngvildi fögurkinn sem er byggð á Svarfdæla sögu og kostar litlar 1.500 krónur. Káputeikningin er mjög falleg og er eftir Atla Má.