Grúskað í netbókahillum XXII – Afmælisbarn dagsins

Þann 8. mars árið 1827 fæddist Páll Ólafsson á Dvergasteini á Seyðisfirði og því fagnar Páll 195 ára afmæli í dag. Það er því algjörlega við hæfi að birta eina af bókunum hans sem eru til sölu í Netbókabúðinni okkar, ljóðasafnið Ljóð frá 1955.

Núna styttist í vorið og því eðlilegt að birta brot úr ljóði Páls, Vorvísur I:

Nú get ég ei sem fuglinn fagur
flutt þér kvæði sem verðugt er
en þegar minn endar ævidagur
eilífa lofgjörð skal ég þér
lifandi manna landi á,
ljósanna faðir, syngja þá.

Bókina má kaupa hér á gjafvirði.