Netbókahillan XXVII – Í Unuhúsi

Endurútgáfa frá 1990

Árið er 1922. Stalín verður aðalritari sovéska kommúnistaflokksins og Mussolini fer til Rómar og tekur völdin. Öllu merkilegri hlutir gerast heima fyrir en Ingibjörg H. Bjarnason nær kjöri á þing, fyrst kvenna á Íslandi og Þórbergur Þórðarson hittir Stefán frá Hvítadal á heimili þess síðarnefnda á Bessatungu í Dölum til ræða um dvöl Stefáns í Unuhúsi, athvarfi skálda og bóhema á upphafi 20. aldarinnar.

Úr þessum samræðum verður til bókin Í Unuhúsi en hún kemur ekki út fyrr en 40 árum síðar. Þórbergur hafði sjálfur lengi viljað skrifa sína eigin frásögn af lífinu í Unuhúsi en lét nægja að færa í letur frásögn vinar síns, Stefáns frá Hvítadal, frá kvöldum þeirra saman á Bessatungu.

Þessa útgáfu bókarinnar má kaupa hér en hún er svo lítil og nett að hún kemst fyrir í jafnvel minnstu vösum.