Bókakaffið á Selfossi 15 ára!

BÓKAKAFFIÐ Á SELFOSSI ER 15 ÁRA! Í tilefni þess verður afmælisveisla laugardaginn 9. október. Við bjóðum upp á 30% afslátt af öllum Sæmundarbókum, notuðum bókum og völdum titlum af barna- og fullorðinsbókum. Leiklestur og fjör fyrir börnin verður frá kl. 14-15 í umsjón Heru Fjord, leikkonu á Eyrarbakka. Kaffi og kruðerí í boði hússins – Allir velkomnir og við hlökkum til að sjá ykkur. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Opið frá 12-18. Bókakaffið, Austurvegi 22, 800 Selfoss

Satanískt útgáfupartí í Bókakaffinu

Það verður „satanískt“ útgáfupartí í Bókakaffinu í Ármúla 42 í Reykjavík næstkomandi föstudag, 1. október kl. 17. Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir les úr nýútkominni ljóðabók Satanía hin fagra. Árni Óskarsson kynnir nýútkomna þýðingu á sakamálasögunni Örvænting eftir Vladimir Nabokov. Árni Matthíasson kynnir nýútkomið smásagnasafn frænda síns Skugga, Gaddavírsátið og aðrar sögur. Skáldið Jochum Eggertsson les en sá upplestur er leikinn af gömlum stálþráðarupptökum Ríkisútvarpsins. Veitingar við allra hæfi, dans og almenn gleði.

Lítil stemning fyrir hauskúpum og aftökum

Skemmtilegt viðtal við Auði Aðalsteinsdóttur er að finna á ruv.is. Þröstur Helgason ræddi við hana um nýútkomið rit hennar, Þvílíkar ófreskjar. Viðtalið var í þættinum Svona er þetta á Rás 1 og geta áhugasamir hlustað á þessari slóð. -> https://www.ruv.is/frett/2021/09/23/litil-stemning-fyrir-hauskupum-og-aftokum

Listasýning Evu Bjarnadóttur

Nokkur verka Evu Bjarnadóttur eru til sýnis í Bókakaffinu í Ármúla. Eva Bjarnadóttir nam myndlist í Hollandi en býr núna á Fagurhólsmýri í Öræfum. Þar er hún með vinnustofu í gamla sláturhúsinu og vinnur hún mikið með efni tengdu því en sækir sér jafnfram efni í náttúruna í kring og hefur lúpínan, sem vex þar allt um kring, verið henni uppspretta margra verka. Hér eru nokkrar myndir af verkunum, en sjón er sögu ríkari og eru allir hvattir til að kíkja á sófahornið í Ármúlanum.Elín Gunnlaugsdóttir tók myndir á sýningunni.

Lög unga fólksins – NÝ BÓK

Sölvi Sveinsson er lesendum að góðu kunnur fyrir margvísleg ritverk sín, endurminningar, ferðapistla og skrif um íslenskt mál. Í Lögum unga fólksins kveður hins vegar við nokkuð annan tón þar sem hin skáldlega æð fær útrás í hnyttnum smásögum sem þó snerta einnig á alvörumálum. Fortíðin er ekki langt undan, síðasta lag fyrir fréttir ómar úr gömlu Telefunken-útvarpstæki, fólk sýður bjúgu og hangikjöt; stöku menn halda kindur í fjárkofa heima við hús sín í bænum …

Bókmenntahátíð í Reykjavík 2021

Hátíðin fer fram dagana 8.-11. september.Bókmenntahátíð í Reykjavík hefur starfað síðan árið 1985. Þessi huggulega hátíð er fundarstaður lesenda og höfunda og lifandi vettvangur umræðna um bókmenntir, skáldskap, þjóðfélagsleg málefni og ýmislegt fleira því bókmenntirnar snerta á mörgu og umfjöllunarefnin eru óteljandi. Ókeypis er inn á viðburði og þeir eru öllum opnir. Samtöl fara fram á ensku en upplestrar á móðurmáli höfunda.Í ár erum við sérstaklega spennt að heyra upplestur Egils Bjarnasonar en hann verður í Iðnó kl 19 föstudaginn 10.september.Egill Bjarnason er blaðamaður og höfundur og hefur fjallað um Ísland í fjölmiðlum víða um heim. Nýverið gaf hann út bókina How Iceland Changed the World: The Big History of a Small Island.