Grúskað í netbókahillum I

Sérlega heillandi kápa

79 af stöðinni. Þetta er ein af þessum bókum sem við þykjumst hafa lesið en höfum kannski bara í mesta lagi séð bíómyndina eða vitum að það eru Gunnar Eyjólfsson og Kristbjörg Kjeld sem leika aðalhlutverkin. En einhvern veginn tekst þessari tæplega sjötíu ára gömlu bók alltaf að eiga erindi við lesendur samtímans. Eða er það ekki?