Símalausi dagurinn

Í dag er dagurinn sem enginn hefur beðið eftir – símalausi dagurinn. Dagurinn er haldinn af Barnaheill og á honum eiga landsmenn að leggja frá sér símann og eyða deginum með fjölskyldu og vinum, í raunheimi. Fyrir þau okkar sem hafa gleymt því hvað er hægt að gera svona símalaus þá er þessi bók frá 1955 til sölu á Netbókabúð Bókakaffisins, 165 Indendorslege, eða 165 leikir eður skemmtanir til brúks innanhúss eins og hún hefði sjálfsagt fengið að heita hefði hún komið út í íslenskri þýðingu á ritunartíma sínum. Það er alveg víst að hér eru engir tölvuleikir eða nokkuð sem er til þess að sturla heilann heldur eingöngu símalaus skemmtun.