Dagur íslenskrar tungu!

Dagur íslenskrar tungu var fyrst haldinn hátíðlegur árið 1996, þann 16.nóvember, á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar. Dagurinn er helgaður rækt við tungumálið og markmið hans að beina athygli þjóðarinnar að stöðu tungunnar, íhuga hvert gildi hennar er fyrir þjóðarvitund okkar og menningu. Fyrir þá sem vilja taka virkan þátt í því að halda daginn hátíðlegan má mæla með því að næla sér í bókina „Íslenskar rjettritunarreglur“ eftir Halldór Kr. Friðriksson sem kom út árið 1859. Við eigum einmitt þessa dýrmætu bók fyrir alla réttritunarsinna.