Grúskað í netbókahillum V

Klæddur í purpura

Ljóðabókin Rubaiyat Omars Khayyams er þýðing enska skáldsins Edwards Fitzgeralds á persneskum kveðskap sem hann eignar Omar Khayyam, persneskum fjölfræðingi og skáldi. Þetta eintak er mikil gersemi en bókin er ekki bara fallegur gripur heldur er þetta íslensk þýðing Jochums M. Eggertssonar, sem var betur þekktur sem Skuggi. Skuggi var einn af merkilegri þýðendum 20. aldar en hann var líka rithöfundur og skrifaði meðal annars söguna Gaddavírsátið sem Sæmundur gaf út aftur nú á þessu ári. Bókina prýðir 75 fallegar heilsíðumyndir eftir myndlistarmanninn Gordon Ross en vilji fólk fræðast betur um þann merka listamann er hægt að lesa pistil um teikningarnar hér. Þetta fallega eintak má kaupa hér.