Netbókahillan XXXII – Hvaðan koma allar þessar bækur?

Það væri verðugt rannsóknarefni að skoða hvernig hinar ólíklegustu bækur komast í okkar hendur. En við í Bókakaffinu vitum svosem að bækur eiga það til að hafa sjálfstæðan vilja og birtast bara þegar þeim hentar.

Þessi bók, Puppetry of China, er sýningarskrá frá sýningu sem var haldin árið 1984 um kínverskar brúður sem einhver Íslendingur hefur mögulega sótt og tekið sýningarskrá með sér heim. Bókin er allavega til hjá okkur og vel þess virði að glugga í og kostar litlar þúsund krónur.