Netbókahillan XXXIII – Smásögur stúdenta

Veturinn 1991-92 efni Stúdentaráð Háskóla Íslands til smásagnasamkeppni. 59 sendu inn sögu en aðeins 11 hlutu náð fyrir augum dómnefndar sem voru birtar í þessu sérhefti Stúdentablaðsins árið 1992.

Það vekur skemmtilega athygli að ein af sögunum, Frelsi Daniels Santos, er eftir engan annan en Jón Özur Snorrason, íslenskukennara við Fjölbrautaskóla Suðurlands og einn af fastakúnnum Bókakaffisins. Hann er kannski viljugur að árita bókina ef kaupandi nær tali af honum. Hún fæst allavega hér fyrir lítið verð.