Netbókahillan XXXV – Uppi á öræfum

Jóhannes Friðlaugsson fæddist 1882 á Hafralæk í Aðaldal, sonur Friðlaugs Jónssonar og Sigurlaugar Jósefsdóttur.

Þrátt fyrir að vera heilsuveill frá unga aldri tókst honum að brjótast til mennta og lauk kennaraprófi frá Flensborg árið 1904. Hann stundaði kennslu vítt og breitt um landið og síðast á heimaslóðum sínum í Aðaldal.

Jóhannes skrifaði mikið af bókum, ljóðum og sögum sem birtust í mörgum íslenskum tímaritum. Ein af þeim bókum var Uppi á öræfum: dýrasögur og frásagnir sem er einmitt til sölu hjá okkur hér í netbókabúðinni.

Á óðfræðivefnum Braga má finna nokkrar vísur eftir Jóhannes en við látum eina fylgja með hér, vísu sem hann orti til stúlku:

„Allt er sviðið, engin blóm
eru á þínum vegi.
Öll þín sál er auð og tóm,
engin skíma af degi.“

Þú varst nú meiri durgurinn Jóhannes…