Grúskað í netbókahillum III

Héraðssambandið Skarphéðinn hefur löngum mátt fagna góðu gengi í íþróttum en það er samband allra íþrótta- og ungmennafélaga í Árnes- og Rangárvallasýslum. Það er nú nokkuð líklegt að sumum þætti gaman að eiga þessa afrekaskrá HSK enda líklegt að enn séu einhverjir á lífi sem eru nefndir þar á nafn eða mögulega einhverjir sem þekkja nöfn þarna. Svo væri gaman að fletta upp á ömmum og öfum og afrekum þeirra og reyna að slá þeim við! Bókina má kaupa hér.

Grúskað í netbókahillum II

Kamala Markandaya var einn frægasti höfundur Indlands á 20. öldinni. Þýddur skáldskapur hefur alltaf átt erfitt uppdráttar á Íslandi og íslenskir lesendur vilja helst lesa, jú, bækur eftir íslenska höfunda. Þrátt fyrir það þá voru tvær bækur eftir Kamölu þýddar á íslensku, Á ódáinsakri af Einari Braga og svo Innri eldur af Ragnheiði Árnadóttur. Bókina má kaupa með því að ýta hér.

Dagur íslenskrar tungu!

Dagur íslenskrar tungu var fyrst haldinn hátíðlegur árið 1996, þann 16.nóvember, á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar. Dagurinn er helgaður rækt við tungumálið og markmið hans að beina athygli þjóðarinnar að stöðu tungunnar, íhuga hvert gildi hennar er fyrir þjóðarvitund okkar og menningu. Fyrir þá sem vilja taka virkan þátt í því að halda daginn hátíðlegan má mæla með því að næla sér í bókina „Íslenskar rjettritunarreglur“ eftir Halldór Kr. Friðriksson sem kom út árið 1859. Við eigum einmitt þessa dýrmætu bók fyrir alla réttritunarsinna.

Grúskað í netbókahillum I

Sérlega heillandi kápa

79 af stöðinni. Þetta er ein af þessum bókum sem við þykjumst hafa lesið en höfum kannski bara í mesta lagi séð bíómyndina eða vitum að það eru Gunnar Eyjólfsson og Kristbjörg Kjeld sem leika aðalhlutverkin. En einhvern veginn tekst þessari tæplega sjötíu ára gömlu bók alltaf að eiga erindi við lesendur samtímans. Eða er það ekki?

Símalausi dagurinn

Í dag er dagurinn sem enginn hefur beðið eftir – símalausi dagurinn. Dagurinn er haldinn af Barnaheill og á honum eiga landsmenn að leggja frá sér símann og eyða deginum með fjölskyldu og vinum, í raunheimi. Fyrir þau okkar sem hafa gleymt því hvað er hægt að gera svona símalaus þá er þessi bók frá 1955 til sölu á Netbókabúð Bókakaffisins, 165 Indendorslege, eða 165 leikir eður skemmtanir til brúks innanhúss eins og hún hefði sjálfsagt fengið að heita hefði hún komið út í íslenskri þýðingu á ritunartíma sínum. Það er alveg víst að hér eru engir tölvuleikir eða nokkuð sem er til þess að sturla heilann heldur eingöngu símalaus skemmtun.

Ljóðabók frá nýjum höfundi!

Næturborgir er nýútkomin hjá Bókaútgáfunni Sæmundur. Þetta er heilsteypt ljóðabók sem hverfist um sorg, söknuð, borgina og skáldskap. Þar er á áhrifaríkan hátt slegið saman hversdagslegum myndum og nýstárlegu tungutaki. Jakub Stachowiak er höfundur bókarinnar. Hann er Pólverji fæddur 1991 en yrkir á íslensku. Ljóð hans hafa áður birst í TMM og Skandala. Bókin fékk nýræktarstyrk hjá Miðstöð íslenskra bókmennta. Besta verðið finnur þú hér á www.bokakaffid.is og verslunum okkar Selfossi og Reykjavík. Við óskum Jakub innilega til hamingju með bókina!

Tvísöngur – Ný bók

Ný bók frá Sæmundi eftir Berglindi Maríu Tómasdóttur. Tvísöngur er samtal um tónlist og hefðir, hljóðfærin Hrokk og Lokk og hvað er satt og hvað er logið. Í bókinni eru rannsóknir á fræðasviði lista ofnar saman við persónulegar pælingar og sögur af eigin afrekum á tónlistarsviðinu. Samhliða bókinni kemur geisladiskur og hljóðsnælda. Höfundur er tónlistarmaður og prófessor við LHÍ. Bókin er komin í allar helstu bókabúðir. Besta verð Sæmundarbóka er ávallt að finna hér á bokakaffid.is eða verslunum okkar Selfossi og Reykjavík.

Völva Suðurnesja komin aftur!

Metsölubók komin aftur hjá Bókaútgáfunni Sæmundur! Bók þessi segir frá dulrænni reynslu og hæfileikum Unu Guðmundsdóttur (1894–1978) í Sjólyst í Garði. Orðrómur um hæfileika hennar barst víða meðan hún lifði og öllum bar saman um að til hennar hafi verið að sækja styrk og hjálp í orði og verki. Metsölubók allt frá fyrstu útgáfu 1969. Gefin út í samvinnu við Hollvinafélag Unu. Bókin er komin í allar helstu bókabúðir. Besta verð Sæmundarbóka er ávallt að finna hér á bokakaffid.is eða verslunum okkar Selfossi og Reykjavík.

Eitt verð fyrir alla landsmenn

Pósturinn sendi nýlega út tilkynningu um hækkanir og breytingar á póstburðargjaldi sínu. Nú gildir ekki það sama fyrir Jón og séra Jón, dýrara verður fyrir fólk á landsbyggðinni að fá til sín pakka sendan með póstinum. Þar með er afnuminn sá jöfnuður sem verið hefur í póstsendingum landsmanna. Til að sporna við þessum ójöfnuði höfum við hjá Bókakaffinu ákveðið að jafna gjaldið og verður fast gjald fyrir alla innanlandspakka upp að tveimur kílóum kr. 1390. Auk þess bendum við á að nú er sá valmöguleiki fyrir hendi að sækja pantanir frítt í verslanir okkar á Selfossi eða í Reykjavík.